Samfélagið

Skiptistöðin í Mjódd - staðan og viðhorf gesta, Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskóla Íslands um aðsókn og húsnæðismál, málfar og heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands.

Á föstudag fjölluðum við um þau tengsl sem fólk myndar við almannarými í borginni. Við ætlum halda áfram fjalla um almannarými ýmis konar- skiptistöðin í Mjóddinni hefur verið mikið til umfjöllunar á fundum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar undanfarna mánuði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er einn þeirra sem vilja umbætur og telja skiptistöðina nær óboðlega. Við förum í Mjóddina, ræðum við Kjartan og fleiri gesti sem þar biðu.

Fyrir réttu ári var tilkynnt Kristín Eysteinsdóttir yrði nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún ætlar ræða við okkur á eftir um starf rektors, stefnumótun, áform um nýtt hús yfir starfsemi skólans, sem fer fram á sjö stöðum og sprengingu í aðsókn í skólann í kjölfar þessa skólagjöld voru felld niður.

Við fáum málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunauti, og í lok þáttar heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands. Fáum kíkja í nokkrar skjalaöskjur og fletta gömlum heimildum um umfangsmikla undirskriftasöfnun Hins íslenska kvenfélags árið 1895.

Tónlist:

BENNI HEMM HEMM - Miklabraut.

Frumflutt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,