• 00:06:21Orkuvinnsla í geimnum
  • 00:26:46Guðlaug í Skalla
  • 00:42:42Málfarsmínúta
  • 00:43:54Álftaparið Jón og Sara

Samfélagið

Orkuvinnsla í geimnum, Heimsókn í Skalla, málfar og dýraspjall með Guðmundi Fylkissyni.

Við ætlum forvitnast um hugmyndir um orkuframleiðslu í geimnum. Þetta hljómar dálítið eins og vísindaskáldskapur en slíkar hugmyndir hafa verið uppi í hálfa öld. Og hefur íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs gert samstarfssamning við breska fyrirtækið Space Solar sem hefur hannað sólarorkuver sem staðsett verða á sporbaug um jörðu. Þar mundu þau virkja geisla sólarinnar og miðla orkunni til jarðar með útvarpsbylgjum. Kjartan Örn Ólafsson framkvæmdastjóri Transition Labs segir okkur meira.

Guðlaug Steingrímsdóttir, kaupmaður í söluturninum Skalla við Hraunbæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík, bauð öllum sem vildu upp á ís úr vél í gær í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli sínu - við ræðum við hana um þessi tímamót, sjoppurekstur og það hvað einkennir sjoppuna Skalla sem á sér meira en hálfrar aldar sögu.

Við heyrum málfarsmínútu, og svo fræðumst við um fjölskyldulíf þeirra Jóns og Söru, sem nýlega fluttust í Hafnarfjörðinn. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður og dýravinur, hefur kynnst þessu álftapari vel og aðstoðað þau við koma ungum á legg. Hann kemur til okkar í lok þáttar.

Tónlist:

GDRN - Ævilangt.

KLASSART - Landamæri.

Una Torfadóttir, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Þetta líf er allt í læ.

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,