• 00:06:43EES og Erasmus í 30 ár
  • 00:28:47Dýraverndarsamband Íslands skorar á stjórnvöld
  • 00:46:40Málfarsmínúta
  • 00:47:49Vísindaspjall

Samfélagið

Þrítugsafmæli aðildar Íslands að EES-samningnum, Dýraverndarsambandið skorar á stjórnvöld, málfar og vísindaspjall með Eddu Olguddóttur

Við ætlum fjalla um evrópusamvinnu. Þrítugsafmæli EES-samningsins er fagnað í dag - með málþingi og uppskeruhátíð. Þessi samningur hefur haft mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag - áhrifa hans gætir í viðskiptum og nýsköpun, rannsóknum, menntamálum, hann hefur haft áhrif á menningu, íþróttir og æskulýðsmál, skapað ýmis tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki, en hann er líka umdeildur, hefur í för með sér ýmsar kvaðir - og ekki gulltryggt aðild Íslands honum verði eilíf. Við ætlum ræða þessi tímamót við Ágúst Hjört Ingþórsson, forstöðumann Rannís.

Svo sláum við á þráðinn til Önnu Berg Samúelsdóttur, stjórnarmanns í Dýraverndarsambandi Íslands. Samtökin halda því fram of mörg dýr á Íslandi búi við hungur, ótta og þjáningu, víða illa búið dýrum og eftirlit bitlaust. Hátt í fjögur þúsund skrifuðu undir áskorun sem samtökin afhentu forsætisráðherra fyrr í vikunni.

Við heyrum málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspall í lok þáttar. Við ræðum rannsóknir sameindalíffræðinga á áhrifum hreyfingar á hin ýmsu líffæri - einkum nýrnahettur.

Tónlist:

LAY LOW - Vonin.

THE LUMINEERS - Stubborn Love.

Fleet Foxes - Mykonos.

Frumflutt

8. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,