Samfélagið

Neyðarástand á Gaza, orkusjóður og umhverfisáhrif matreiðsluþátta

UNICEF á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza. Við höfum undanfarið heyrt og séð sláandi fréttir af börnum í neyð þar og barnahjálp Sameinuðu þjóðanna rær öllum árum því koma aðstoð á svæðið eins hratt og hægt er. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi ræðir þetta við okkur.

Orkusjóður er samkeppnissjóður sem á styðja við orkuskipti á Íslandi. Í ár nam úthlutun úr sjóðnum tæplega milljarði og fengu miklu færri en vildu, áður hefur mikið verið lagt upp úr innviðum fyrir rafbíla en er áherslan einkum á styðja við fyrirtæki sem vilja skipta tækni sem nýtir olíu út fyrir tækni sem nýtir endurnýjanlegri orkugjafa. Við ræðum við Ragnar Ásmundsson, forstöðumann Orkusjóðs um þennan sjóð og áhrif hans.

Við heyrum pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Hann ætlar fjalla um matreiðsluþætti og umhverfisáhrif þeirra, sem eru margslungin.

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,