Samfélagið

Líffræðiráðstefnan - bjór, uppruni landnámsmanna og óvinsælir fuglar

Samfélagið sendir út frá líffræðiráðstefnu Líffræðifélagsins. Þessi stóra og fjölmenna ráðstefna fer fram annað hvert ár og er haldin í 11. skipti í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

Á ráðstefnunni er fjallað um allt milli himins og jarðar; vísindi og sögu bjórs - drykkjarins, ekki dýrsins, mannerfðafræði og óvinsæla fugla.

Ásthildur Erlingsdóttir er situr í stjórn líffræðifélagsins og er í hópi þeirra sem skipuleggja ráðstefnuna. Við ræðum við hana um erindin á ráðstefnunni, veggspjöld og stefnur og strauma í líffræðirannsóknum á Íslandi.

Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, doktor í líffræðilegri mannfræði hjá Íslenskri Erfðagreiningu, er ein öndvegisfyrirlesaranna á ráðstefnunni í ár, hún hefur verið rannsaka genamengi hópa sem byggt hafa norðurslóðir síðustu árþúsundin. Rannsóknir hennar hafa meðal annars varpað nýju ljósi á uppruna og einsleitni íslensku þjóðarinnar.

Bjarni K. Kristjánsson frá Bjórsetri ræðir um sögu bjórsins, bjórgerðarlist og villiger, svo dæmi séu nefnd.

Róbert A Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, ræðir við okkur um óvinsæla fugla, en níu fuglategundir er heimilt, samkvæmt villidýralögunum frá 1994, skjóta, vegna tjóns sem þeir valda - en sumar tegundanna valda nær engu tjóni og flestir standa stofnarnir höllum fæti.

Frumflutt

13. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,