Samfélagið

Ný umferðarmerki, líffræðinemar á Madagaskar, málfar, upptaka úr safni útvarpsins

Við ætlum ræða umferðarmerki, í vor tók gildi reglugerð um slík merki- þetta eru tímamót enda hefur reglugerðinni ekki verið breytt í tæp 30 ár. Merkin eru flokkuð með nýjum hætti, sjötíu merki hverfa á braut og á fimmta tug nýrra bætist við - t.d. merki um kanínur geti verið á ferli við veginn. Einar Pálsson, forstöðumaður Vegaþjónustudeildar vegagerðarinnar, ræðir við okkur um nýju reglugerðina.

Svo símum við alla leið til Madagaskar sem er eins og margir hlustendur vita, eyja við austurströnd Afríku. Þar er Ingi Agnarsson prófessor dýrafræði við Háskóla Íslands í umfangsmikilli námsferð og rannsóknarleiðangri með um 30 líffræðinemum sem eru kynna sér fjölbreytt lífríki eyjunnar, sem er einstakt. Við sláum á þráðinn til hans á eftir.

Við heyrum líka eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar í lok þáttar með upptöku úr safni útvarpsins.

Tónlist:

Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.

THE HOUSEMARTINS - Build.

Hjálmar - Skýjaborgin.

Frumflutt

27. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,