Þrældómur nútímans er yfirskrift málþings sem ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International heldur í næstu viku. fjallað verður um hvernig vinnumansal birtist okkur á Íslandi og á heimsvísu. Við fáum Árna Kristjánsson Ungliða- og aðgerðastjóra og Heiðrúnu Völu Hilmarsdóttur ungliða til okkar í upphafi þáttar.
Síðasta jökulár 2024 til 25 fór illa með jöklana okkar. Þeir rýrnuðu um fimmtán milljarða tonna og virðist sem nú herði á bráðnun þeirra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Andri Gunnarsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun og Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands ætla að segja okkur frá um miðbið þáttar.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hefur verið fastagestur í Samfélaginu um árabil, undanfarin ár höfum við spilað lesna pistla aðra hverja viku, en í dag kemur hann í eigin persónu og við ætlum að líta yfir farinn veg.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist í þættinum:
Sugarcubes - Birthday.
Laufey - Bewitched.
Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló - Gítarjukk í B dúr.
Frumflutt
29. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.