Samfélagið

Óvinur birkiþélu, orkuskipti í dreifbýli, málfar og dýraspjall

Náttúrulegur óvinur birkiþélunnar er kominn til landsins - Brynja Hrafnkelsdóttir, skógfræðingur, var í skoðunarferð í skógi við Rauðavatn í fyrradag þegar hún varð vör við glænýja tegund sem enn er ekki ljóst hvað heitir, sníkjudýr sem lifir á birkiþélunni sem plagar birkið síðsumars. Framtíð birkisins virðist töluvert bjartari með tilkomu þessara nýju landnema.

Hvernig er best takast á við orkuskipti á landsbyggðinni, hverjar eru áskoranirnar og sóknarfærin og hvernig geta dreifbýl svæði í Evrópu unnið saman? Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi,hefur velt þessu mikið fyrir sér en nýlega fengu hann og fleiri stóran Evrópustyrk til vinna orkuskiptaáætlanir fyrir fimm dreifbýl svæði í Evrópu. Við ræðum við Ottó.

Málfarsmínútan verður á sínum stað.

Vera Illugadóttir kemur svo til okkar í lok þáttar með dýraspjall. Fjölbreytt fána dýra sem þar verður rædd eða allavega hljóðin sem þau gefa frá sér.

Frumflutt

8. sept. 2023

Aðgengilegt til

8. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,