Samfélagið

Kolefnismarkaðir, snjallsímar í skólum og umhverfissálfræði

Við kynnum okkur kolefnismarkaði sem eru alls konar, og í sókn bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Bragadóttir aðjúnkt við Lagadeild HÍ, er vel heima í því máli og skipuleggur málþing sem fer fram á Þjóðminjasafninu á morgun.

Hvers vegna vill UNESCO, ásamt ýmsum öðrum, svo gott sem banna snjalltæki í skólum? Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fer yfir hvaða áhrif snjalltæki hafa á börnin okkar, hvað gerist raunverulega í heilanum á þeim við notkun slíkra tækja og hvernig best er fyrir kennslusamfélagið og foreldra bregðast við í ljósri nýjustu rannsókna. Fanney Birna Jónsdóttir ræðir við hann.

Í lok þáttar heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, þetta er endurtekinn pistill frá síðastliðnu hausti en Páll mætir hér með glænýja pistla frá og með næsta þriðjudegi.

Frumflutt

22. ágúst 2023

Aðgengilegt til

22. ágúst 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,