Samfélagið

Upplýsingaóreiða, andúð á hinsegin fólki og eldri loftslagsaktivistar

Við ætlum ræða við einn fyrirlesaranna, Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, um fjölmiðlun, - nánar tiltekið um helstu rannsóknir á stöðunni í upplýsingaheiminum með tilliti til lýðræðisumræðu, samfélagsmiðla, upplýsingaóreiðu og gervigreindar.

Í vikunni varð gestur á ráðstefnu um hinsegin málefni fyrir grófri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Málið er rannsakað sem hugsanlegur hatursglæpur. Við ræðum við Álf Birki Bjarnason, formann samtakanna 78 um þetta atvik og aukna andúð á hinsegin fólki í samfélaginu og hvernig hún birtist.

Ljúkum svo þættinum á því bregða okkur á málstofu um eldra fólk og loftslagsmál á Norðurlöndunum, en þar eru staddir aðgerðasinnar úr hópi eldri borgara sem hafa tengslanet, tíma og þekkingu og vilja leggja unga fólkinu lið í baráttunni fyrir aðgerðum í loftslagsmálum.

Frumflutt

28. sept. 2023

Aðgengilegt til

28. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,