Samfélagið

Sameining MA og VMA, Litla saumastofan og bóluefni við malaríu

Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason, skóla- og barnamálaráðherra til fundar með framhaldsskólunum á Akureyri í menningarhúsinu Hofi, nær fyrirvaralaust, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína sameina skólana. Ákvörðunin hefur vakið mikil viðbrögð, sérstaklega meðal nemenda MA sem hafa boðað til mótmæla á Ráðhústorginu á eftir. Við ræðum við skólameistara skólanna tveggja, Sigríði Huld Jónsdóttur, skólameistara VMA og Karl Frímannsson, skólameistara MA. vísu í tvennu lagi því Sigríður var á leið til útlanda.

Við höldum okkur á Akureyri því við kíkjum í heimsókn á Litlu saumastofuna þar í bæ, þar sem endurnýting er í hávegum höfð. Svava Daðadóttir og Anna Guðný Helgadóttir reka stofuna.

Málfarsmínúta.

Mikil þróun hefur verið í þróun bóluefnis við Malaríu sem er landlæg víða í Afríku sunnan Sahara. Edda Olgudóttir fer yfir þetta í vísindaspjalli dagsins.

Frumflutt

6. sept. 2023

Aðgengilegt til

6. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,