Samfélagið

Saga pillunnar, ruslamenning og eldur í rafhjólum

VIð kynnum okkur sögu getnaðarvarnarpillunnar á Íslandi. saga er stórmerkileg en hefur lítið verið rannsökuð fyrr en nýlega. Sagnfræðingurinn Ása Ester Sigurðardóttir gerði meistararannsókn sína um pilluna og á dögunum kom út grein eftir hana í Sögu, tímariti Sögufélagsins. Hún segir okkur frá áhrifum pillunnar á líf íslenskra kvenna, eftir hún kom fyrst á markað í upphafi sjöunda áratugarins.

Og svo er það ruslið. Það er um allt og verður sífellt meira. Við ætlum kynna okkur ruslmenningu þjóðarinnar í sögulegu samhengi. Ágústa Edwald Maxwell fornleifafræðingur hefur rannsakað rusl og meðal annars grafið upp gamla ruslahauga.

Síðastliðinn sólarhring hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í tvígang verið kallað út vegna elds í rafhlaupahjóli. Þetta er vaxandi vandamál víða um heim og tengist ekki bara rafhjólum heldur ótal hlutum sem fólk notar dagsdaglega og innihalda lithíum-rafhlöður. Einar Bergmann Sveinsson, fagstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, kemur til okkar.

Frumflutt

7. sept. 2023

Aðgengilegt til

7. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,