• 00:02:39Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
  • 00:27:02Kæra vegna loftmengunar
  • 00:47:12Málfarsspjall - orðasambönd og orðatiltæki

Samfélagið

Fiskveiðiráðgjöf, loftmengun og að lifa eins og kóngur í eggi

Hafrannsóknastofnun kynnti fyrir helgi úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Og þar er sjálfbær nýting lykilhugtak. Ákveðnar tegundir eru í aðalhlutverki þarna sem fyrr, þorskur og ýsa eru t.d. í betra standi en í fyrra - það er lögð til aukning um 1% í aflamarki þorsks og heil 23% í ýsu. En líka samdráttur í ýmsum öðrum tegundum. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar ætlar ræða við okkur um ráðgjöfina, vísindin þar baki og markmiðið um sjálfbæra nýtingu.

Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í umhverfisrétti og Gunnlaug Helga Einarsdóttir efnafræðingur hafa kært heilbrigðisnefnd Reykjavíkur til innviðaráðuneytisins fyrir aðgerðaleysi í tengslum við mikla loftmengun í Reykjavík - við ræðum við Aðalheiði í þættinum og heyrum hvaða leiðir þær eru þræða til koma málinu í farveg en það er óhætt segja ekki verið gera almennum borgurum einfalt bregðast við ógn gegn lýðheilsu.

Málfarsráðunautur RÚV kemur svo til okkar í spjall um orðatiltæki, sem fólk ruglast oft á, til dæmis algengt tveimur orðatiltækjum slegið saman - það getur verið fyndið - og vandræðalegt, en stundum kemur bara eitthvað nýtt og fallegt út úr þessu öllu saman.

Frumflutt

13. júní 2023

Aðgengilegt til

13. júní 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,