Samfélagið

Neytendur blekktir, steinkista Páls biskups, málfar og heilahrörnun

Enn og aftur upplifa neytendur og almenningur sig blekkt þegar kemur sorphirðumálum og umbúðum - mjólkufernurnar okkar sem allir héldu væru endurunnar, enda merktar sem slíkar, eru svo ekkert endurunnar. Og það er bara eins og þetta koma öllum á óvart, Sorpu og hinum úrvinnslufyrirtækjunum, Mjólkursamsölunni og Úrvinnslusjóði. Úrvinnslusjóði sem borgar öllum hinum fyrir endurvinna og endurnýta og á hafa eftirlit með það gert. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Samfélagið.

Í gær var steinkista Páls biskups Jónssonar opnuð og beinin úr henni flutt á Þjóðminjasafnið til frekari rannsókna. Páll biskup hefur hvílt í þessari kistu öldum saman, síðan árið 1211 en hún fannst við fornleifauppgröft í Skálholti árið 1954. Þá var kistan opnuð og beinum Páls komið fyrir í litlum trékistli sem svo var látinn aftur ofan í steinkistuna. Tækninni hefur svo fleygt fram og fornleifafræðingar Þjóðminjasafnsins vilja kanna ástand beinanna og gera rannsóknir á þeim áður en það verður of seint því núverandi aðstæður eru ekki kjöraðstæður fyrir varðveislu jarðneskra leifa. Beinunum verður svo skilað aftur í Skálholt en þá stendur til betrumbæta geymsluaðstæður. Kristján Björnsson vígslubiskup og Joe Walser fornleifafræðingur segja frá.

Málfarsmínúta.

Vísindaspjallið er svo á sínum stað, Edda Olgudóttir kemur til okkar og segir okkur frá nýjum rannsóknum um vítamín og heilahrörnun

Frumflutt

7. júní 2023

Aðgengilegt til

7. júní 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,