• 00:02:45Enduvinnsla á veiðarfærum
  • 00:23:13Lífið eftir krabbamein
  • 00:43:27Umhverfispistill: Bryndís Marteinsdóttir

Samfélagið

Enduvinnsla á veiðarfærum, eftir krabbamein og umhverfispistill

Við forvitnumst um endurvinnslu á veiðarfærum í Samfélaginu í dag. Hampiðjan sendir árlega nokkur mikið magn af veiðarfærum sem ekki eru lengur ?notkun úr landi í endurvinnslu. Þetta eru miklu leyti veiðarfæri úr nælonefnum en líka málmar og gúmmí. Georg Haney er, umhverfisstjóri Hampiðjunnar segir okkur betur frá þessu.

Þegar krabbameinsmeðferð lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við andlegar og líkamlegar aukaverkanir af völdum krabbameinsins eða meðferðarinnar sem geta haft mikil áhrif á líðan fólks. Krabbameinsfélagið vill taka betur utan um þennan hóp og við ræðum við sérfræðing hjá þeim, Vigdísi Guðmundsdóttur, um áskoranir þessa hóps og hvaða eftirfylgni þau þurfa.

Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.

Frumflutt

11. maí 2023

Aðgengilegt til

11. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,