Samfélagið

Afhverju hlustar enginn, raftækjasóun, ruslarabb og pistillinn Páls

Afhverju hlustar enginn á mig?, spyr Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður stjórnar Landverndar umhverfissamtaka, en spurningin er einnig yfirskrift fyrirlesturs sem hún heldur síðar í dag þar sem hún veltir fyrir sér afhverju við höldum endlaust áfram í sama farinu þó allar rannsóknir sýni fram á við erum ganga fram af plánetunni okkar, náttúrunni og verðmætum hennar. við erum skerða rétt og lífsgæði komandi kynslóða. Þorgerður vill félagsvísindin skoði þessi mál betur, og verði með sem ein mikilvægustu vísindi náttúruverndar.

Við tölum um raftæki í þætti dagsins. Nánar tiltekið hvað við eigum gera við öll þessi tæki sem fylla skápa og skúffur, vasa og töskur - þegar þau hætta þjóna tilgangi sínum. Hvernig er hægt gefa þessum tækjum öllum framhaldslíf og tryggja þeim verðmætum sem felast í þeim ekki sóað? Við ræðum þessi mál við tvo sérfræðinga hjá Umhverfisstofnun sem eru þátttakendur í verkefninu Saman gegn sóun og ætla funda um raftæki á morgun. Birgitta Steingrímsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke koma til okkar.

Ruslarabb um spreybrúsa (e)

Páll Líndal umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistill.

Frumflutt

23. maí 2023

Aðgengilegt til

23. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,