• 00:02:41Kuldabrýr í húsum
  • 00:20:38Rannsóknarsetur skapandi greina
  • 00:40:17Umhverfispistill Stefáns Gíslasonar

Samfélagið

Kuldabrýr, rannsóknarsetur skapandi greina og umhverfispistill

Veistu hvað kuldabrú er? Hún er öllum líkindum í fasteigninni þinni. Og það er ágætt vita hvar hún er og sérstaklega hversu stór og yfirgripsmikil - því kuldabrýr geta, ef ekki er passað upp á þær, skapað skilyrði sem eyðileggja hús og veggi og valda myglu. Við ræðum við Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði og lagnahönnuð hjá Verkís sem hefur rosalegan áhuga á kuldabrúm og hann ætlar reyna skýra þetta allt fyrir okkur - en hann var einmitt flytja fyrirlestur um þessi mál í morgun á fundi um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði.

Við forvitnumst um nýtt rannsóknasetur skapandi greina sem hefur verið komið á fót. Þetta er samstarfsverkefni fimm háskóla og markmiðið er ?stuðla samráði á milli háskóla, stofnana, stjórnvalda, Hagstofu Íslands og atvinnulífs menningar og skapandi greina, efla samstarf sem styrkt getur innviði og vöxt atvinnugreinanna og bæta gagnaöflun og greiningu sem nýtist svo aftur rannsóknum og þekkingarmiðlun innan þessa ört vaxandi geira,? eins og segir í umfjöllun á vef háskólans á Bifröst. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er stjórnarformaður þessa nýja rannsóknaseturs.

Umhverfispistill dagsins í höndum Stefáns Gíslasonar.

Frumflutt

25. maí 2023

Aðgengilegt til

24. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,