Öryggi ljósleiðara, brothættar byggðir, ruslarabb og umhverfispistill
Skemmdarverk eru talin líklegasta ástæðan fyrir skyndilegum gasleka á sjávarbotni á fjórum stöðum í sænskri og danskri lögsögu. Þá er talið líklegt að útsendarar erlends ríkis hafi verið að verki. Í sjónvarpsfréttum í gær sagði utanríkisráðherra það vera áhyggjuefni fyrir Íslendinga hvort skemmdir verði unnar á sæstrengjum til og frá landinu. Áhyggjurnar minnki ekki við skemmdarverkin á gasleiðslurnar í Eystrasalti. En hvað gerist hér ef gagnaflutningar um ljósleiðara sem liggja á hafsbotni milli Íslands og Evrópu rofna skyndilega? Til hvaða ráða þyrfti að grípa? Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður netöryggissveitarinnar Certís ræðir við okkur.
Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, verkefnastjórar hjá Byggðastofnun: Rætt um byggðaverkefnið brothættar byggðir, fleiri sveitarfélög hafa bæst við meðan önnur eru útskrifuð.