Samfélagið

Katla, bráðamóttaka Landspítalans og páfagaukar hringjast á

Ríkislögreglustjóri og Lögreglustjórinn á Suðurlandi lýstu í gær yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Það var gert í kjölfar jarðskjálftahrinu í öskju Kötlu þar sem þrír skjálftar mældust yfir 4 stærð. Rólegt hefur verið síðan síðdegis í gær og fyrir hádegi kom fram á vef Veðurstofunnar virknin í Kötluöskju teljist til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. En óvissustigið er enn og ástæða til fylgjast náið með og kannski dusta rykið af viðbragðsáætlunum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra er aðalmaðurinn í þessu - eins og svo mörgu öðru. Hann ætlar ræða við okkur um viðbragð, áætlanir, sviðsmyndir og eftirlit vegna hræringa í og við Kötlu.

Af bráðamóttöku Landspítalans berast oft vondar og erfiðar fréttir; langir biðtímar, skortur á starfsfólki, veikt fólk liggur á göngunum, það er fráflæðivandi og aðstöðuleysi. Fólkið sem vinnur á þessari deild er í framlínusveit spítalans og veit aldrei hvað vinnudagurinn ber í skauti sér. Hvers vegna vill það vera þarna? Hvernig er bráðamóttakan sem vinnustaður? Samfélagið hitti sérnámslækninn Unni Ósk Stefánsdóttur og náði ræða við hana þó það væri ys og þys, hávaði og bíb og töluverðar líkur á sjá blóð.

Vera Illugadóttir ætlar svo koma í heimsókn til okkar með dýrasögur eins og henni einni er lagið.

Frumflutt

5. maí 2023

Aðgengilegt til

4. maí 2024
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Þættir

,