Verslunarfólk á covidtímum, blóðhundar og aðrir leitarhundar og príon
Samfélagið heimsótti verslun Krónunnar á Granda og ræddi við starfsfólk um hvernig gangi með að minna viðskiptavini á grímuskyldu og hvernig álagið sem fylgi covid lýsi sér. Rætt við Geir Magnússon verslunarstjóra, Baldur Benjamínsson starfsmann og tvo viðskiptavini verslunarinnar.
Þórir Sigurhansson hundaþjálfari: Þórir þjálfar blóðhunda, sporhunda og aðra leitarhunda og hefur mikla reynslu og hefur upplifað margt í samstarfi við þessa ferfættu vini mannsins.
Edda Olgudóttir mætti í vísindaspjall og fjallaði um Príon (e. proteinacious infectuous particles), einnig nefnd prótínsýklar, sem eru sérstök prótín sem finnast í eðlilegum frumum en geta í vissum tilfellum valdið sjúkdómum, eins og riðu.