Samfélagið

Bandaríkin og lögreglan, heimaslátrun og mótmæli um heim allan

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur: Margrét ræðir mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum, stöðu litaðs fólks og viðhorfið innan lögreglunnar.

Sveinn Margeirsson verkfræðingur: Í bígerð er tilraunaverkefni með heimaslátrun bænda sem landbúnaðarráðuneytið kemur að. Fyrir tveimmur árum stóð Sveinn fyrir heimaslátrun á einum með svipuðum hætt en var ákærður í kjölfarið.

Friðrik Páll: Mótmæli gegn rasisma og lögregluofbeldi hafa staðið í viku í Bandaríkjunum, og breiðst út til fjölda borga um allt land, og samstöðufundir hafa verið í Evrópu, Ástralíu og víðar. - Trump Bandaríkjaforseti telur vinstri hópa standa á bak við mótmælin og hefur hótað kalla út herinn.

Birt

2. júní 2020

Aðgengilegt til

2. júní 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.