Samfélagið

Dýrahald. Flóttamannabúðir. Vinnan

Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur: Fjallað er um dýrahald, sérstaklega á stórum villtum og jafnvel sjaldgæfum dýrum, eins og sjá má í hinum vinsælu þáttum Tiger King. Hvernig er það löglegt og forsvaranlegt að halda stór kattardýr í útrýmingarhættu í þéttbýli á vesturlöndum?

Héðinn Halldórsson upplýsingafulltrúi Alþjóða heilbrigðismálastofunarinnar: Flóttafólk í flottamannabúðum er berkjaldaður hópur. Enn er lítið um smit í búðum í Grikklandi og Sýrlandi en óttast er að það eigi eftir að breytast. Héðinn segir frá veikum innviðum og stöðunni í þessum búðum.

Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðingur og markaðsstjóri: Vinnustaðamenning fyrir og eftir Covid-19. Rætt um heimavinnu, umgengnisreglur í vinnurými, opin rými og fleira í þeim dúr.

Birt

15. apríl 2020

Aðgengilegt til

15. apríl 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.

Þættir