• 00:02:43Gunnur fer á Cannes
  • 00:19:53Kolbeinn Rastrik rýni: Beau is Afraid
  • 00:29:47Átök í húsfélaginu

Lestin

Gunnur fer á Cannes, Beau is afraid, átök í húsfélaginu

Í gær var tilkynnt stuttmyndin Fár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði, en það er fyrsta mynd leikstjórans og leiklistarnemans Gunnar Martinsdóttur Schlüter. Við fáum Gunni í heimsókn í Lest dagsins.

Kolbeinn Rastrick rýnir í nýjustu mynd leikstjórans Ari Aster - sem hefur þótt einn framsæknasti og mest spennandi í bandaríkjunum undanfarin ár. Myndin nefnist Beau is afraid og skartar Joaquin Phoenix í titilhlutverkinu. Myndin þykir einstaklega skrítin og það er mjöög skiptar skoðanir á henni. Við heyrum hvað Kolbeinn segir um Beau.

Um þessar mundir halda húsfélög aðalfundi sína með tilheyrandi átökum. Leikfélagið Hugleikur sem fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir gerir átök innan húsfélaga viðfangsefni sínu í nýju gamanverki sem er sýnt í Kópavogi. Við forvitnumst um Húsfélagið og Hugleik síðar í þættinum.

Frumflutt

27. apríl 2023

Aðgengilegt til

26. apríl 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,