• 00:02:43Pylsutónlist
  • 00:25:34Fischersund
  • 00:36:45Glamúrgella verður nasisti

Lestin

Pylsutónlist, glamúrgella verður nasisti, ilmandi systkini

Fyrstu 6 þættirnir af nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Skúrinn eru aðgengilegir inni á Vísi.is. Um er ræða einhverskonar raunveruleikaþátt og lagasmíðakeppni. Til þess eiga möguleika á því vera með í þættinum var tónlistarfólk beðið um senda inn nýtt, frumsamið lag en einnig nýja útgáfu af SS-pylsulaginu. Dómnefnd hlustar svo á allar ólíku útgáfurnar af SS-pylsulögunum og áhorfendur kjósa síðan sitt eftirlætislag. Og eins góðum raunveruleikaþætti sæmir eru peningaverðlaun í boði. En hvort er þetta sjónvarpsþáttur eða auglýsing? Af hverju er það svona óljóst og fyrir hvern eru þessir þættir?

Þórður Ingi Jónsson ræddi við þrjá aðstandendur ilmvatnsfyrirtækisins og listahópsins Fischersund, þau Lilju Birgisdóttur, Sindra Sigfússon og Jón Þór Birgisson, sem er sagður vera nef hópsins.

Áður en kenningar um 11. september, bóluefni og QAnon grasseruðu á netinu veltu samsæriskenningasmiðir í Bandaríkjunum sér mikið upp úr Oklahóma-sprengingunni sem Timothy McVeigh stóð fyrir í apríl 1995 og myrti á annað hundrað manns. Við ræðum um The Debutante, nýja hlaðvarpsþáttaröð þar sem velski rithöfundurinn Jon Ronson sökkvir sér ofan í málið. Aðalsöguhetjan er forrík og falleg glamúrgella, Carole Howe, sem varð sanntrúaður nýnasisti og svo síðar uppljóstrari - sem bjó mögulega yfir mikilvægum upplýsingum um þetta mannskæðasta hryðjuverk 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.

Frumflutt

24. apríl 2023

Aðgengilegt til

23. apríl 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

,