• 00:00:47Besti veitingastaður í heimi lokar
  • 00:33:27 The Last of Us

Lestin

Besti veitingastaður í heimi lokar, The Last of Us

Það styttist í frumsýningu sjónvarpsþáttanna The Last of us sem framleiddir eru af HBO. Þeir byggja á vinsælum hrollvekjutölvuleik frá 2013 og mikil spenna ríkir meðal aðdáenda, sérstaklega yfir því hvort þáttunum muni takast aflétta vissri bölvun sem hvílir á mörgum aðlögunum tölvuleikja kvikmynda- og sjónvarpsforminu. Við ræðum við Ingólf Guðmundsson hjá RVX, en fyrirtækið kemur gerð þáttana.

René Redzepi, yfirkokkur á Noma, tilkynnti á dögunum margverðlaunaða, þriggja Michelin-stjörnu staðnum, besta veitingastað í heimi, verði lokað árið 2024. Eða minnsta kosti í þeirri mynd sem hann er í núna. Ekki verður hægt panta borð en þar verður tilraunastarfsemi og þróun, og hinir einstaka pop-up viðburðir. Noma, var opnaður árið 2003 í Kaupmannahöfn og þar er aðaláherslan á nýsköpun og hráefni úr nærumhverfinu. Það mætti kalla staðinn vöggu matargerðar sem kallast New Nordic cuisine. Veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson, mætti í Lestina til ræða þessa lokunartilkynningu, Noma og yfirkokkinn heimsfræga, René Redzepi.

Frumflutt

10. jan. 2023

Aðgengilegt til

11. jan. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.