• 00:01:39Gervigreind les bækur
  • 00:22:10 Tækni og aðgreining
  • 00:31:46Leikstjórinn Elsa María Jakobsdóttir

Lestin

Leikstjórinn Elsa María, gervigreind les bækur, tækni og aðgreining

Fréttir af gervigreindartækni virðast vera næstum daglegt brauð um þessar mundir. Í síðustu viku tilkynnti tæknirisinn Apple nýja þjónustu, hljóðbækur sem lesnar eru með gervigreind Í frétt breska blaðsins The Guardian er talað um endalok mennskra sögumannaradda - sem er kannski full vel í lagt og óvíst hvort eftirspurn hlustenda eftir svona gervilestri svona mikil. Við heyrum í Jóni Guðnasyni dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og einn forstöðumanna mál og raddtækni seturs skólans og einnig Sólu Þorsteinsdóttur framleiðslustjóra hjá Storytel.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir flytur sinn fjórða og síðasta pistil um samspil tækni og fötlunar og veltir fyrir sér raddstýringu og rafrænum skilríkjum, fyrirbærum sem einfalda sumum lífið en eru ekki aðgengileg öllum hópum.

Elsa María Jakobsdóttir, leikstjóri, frumsýndi þann 6. janúar myndina Villibráð, sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Myndin sem er endurgerð ítalskrar kvikmyndar, eftir Paulo Genovese, sem á heimsmet í fjölda endurgerða. Handritið myndinni skrifaði hún ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni leikskáldi, og þau staðfærðu og gerðu söguna sinni. Lestin heimsækir tökustað í Mosfellsbæ, þar sem Elsa María er vinna gerð nýrra íslenskra þátta. Við ræðum við hana um Villibráð og þættina Aftureldingu, sem eru í bígerð um þessar mundir. Við náum einnig stuttu tali af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni, höfundi og leikstjóra þáttanna.

Frumflutt

9. jan. 2023

Aðgengilegt til

10. jan. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.