Lestin

Rapparinn Bassi Maraj, Airwaves-yfirferð, Aníta Briem skrifar þætti

Rapparinn Bassi Maraj gaf á dögunum út fimm laga plötu, Fake Bitch. Við ræðum við Bassa um gerð plötunnar, hvernig hann upplifir það vera hinsegin rappari og meðferð íslenska ríkisins á hælisleitendum, en í laginu Áslaug Arna af plötunni er skotið fast á fyrrum dómsmálaráðherra.

Davíð Roach Gunnarsson fór á Airwaves og segir frá því sem hann þar sá, heyrði og upplifði.

Þann 12. September síðastliðinn heimsótti Lestin tökustað nýrra íslenskra sjónvarpsþátta. Þetta eru þættir skrifaðir af Aníta Briem auk þess fer hún með aðalhlutverk í þáttunum. Þættirnir eru sambandsdrama um langtímasamband og nefnist Svo lengi sem við lifum. Við fengum labba um settið, skoða leikmyndina og spjalla við Anítu og leikstjórann Katrínu Björgvinsdóttur.

Frumflutt

10. nóv. 2022

Aðgengilegt til

11. nóv. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.