• 00:01:04Suður-amerísk matvöruverslun
  • 00:21:10Dauðhreinsuð tónlist (clean)
  • 00:36:58Íslendingar fjölmenna í FAMU

Lestin

Hreinsuð tónlist, FAMU og suðuramerísk matvöruverslun

Íslendingar elska suður- og miðameríska matargerð. Mexíkóostur, mexíkósk kjúklíngasúpa með dorítos út í, Serranos, tex-mex-takós og hveititortíllur frá sænsk-finnska matvælafyrirtækinu Santa Maria. Æ fleiri eru reyndar átta sig á því þetta er allt annað en þú myndir borða í Mexíkó eða annars staðar í Mið- eða Suður-Ameríku. En hvert fer maður þá til finna mat sem er sannarlega rómansk-amerískur. Jú, í matvörubúðina Blóm í eggi.

Núna á sunnudag verður í Bíó Paradís sérstök sýning á nokkrum skólaverkefnum íslenskra kvikmyndagerðarmanna frá kvikmyndaskólanum FAMU í Prag í Tékklandi.

FAMU er einn elsti kvikmyndaskóli heims, stofnaður 1946, og einn virtasti. Þar lærðu meðal annars Milos Forman, Emir Kusturica, Agnieska Holland og rithöfundurinn Milan Kundera svo einhverjir séu nefndir. Það er athyglisvert nokkur fjöldi íslenskra kvikmyndagerðarmanna hefur stundað nám við skólann.

Sjö stuttmyndir eftir íslenska kvikmyndagerðarmenn frá FAMU verða sýndar um helgina og viðburðurinn er hluti af Arctic Festival í Reykjavík. Við ræðum við Grím Hákonarson og Eydísi Eiri Brynju Björnsdóttir, sem gengu bæði í FAMU og eiga myndir á Arctic Festival.

Frumflutt

15. sept. 2022

Aðgengilegt til

16. sept. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.