Lestin

Alþjóðlegur dagur hasshausa, þjófræði, klám á Netflix, Aldrei Fór Ég S

Tónlistarhátiðin Aldrei fór ég suður sem fór fram á Ísafirði um páskana, í fyrsta skipti frá því heimsfaraldurinn hófst. Davíð Roach Gunnarsson var í moshpittnum og segir frá upplifun sinni af tónlistarhátíðinni og öðrum eftirminnilegum atburðum frá helginni á Íbízafirði.Við veltum fyrir okkur muninum á ljósbláum kynlífssenum í hinum vinsælu Netflix-períóðuþáttum Bridgerton og kláminu sem finna á streymisveitunni PornHub í tilefni greinarskrifa Noelle Perdue. Hún er kanadískur klámhandritshöfundur og framleiðandi og telur vera tvískinnung í því hvernig fjallað er um það þegar kynlífssenur úr vinsælum sjónvarpsþáttaröðum rata inn á klámsíður. Halldór Armand Ásgeirsson býður upp á hugsanatilraun í þriðja pistli sínum í Apríl. Hann veltir fyrir sér hugtakinu kleptókrasíu eða þjófræði gefnu tilefni. Og í dag er 20. 4. alþjóðlegur hátíðis- og baráttudagur áhugafólks um kannabismenningu.

Frumflutt

20. apríl 2022

Aðgengilegt til

21. apríl 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.