• 00:01:00Ógreindir erfðasjúkdómar
  • 00:12:53Jól í skókassa í 20 ár
  • 00:16:57Menningarfréttir

Kastljós

Ógreindir erfðasjúkdómar, jól í skókassa og menningarfréttir

Um fimmtán þúsund Íslendingar eru með lífsógnandi erfðatengdan sjúkdóm, sem hægt er meðhöndla eða fyrirbyggja, samkvæmt rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar sem kynntar voru í dag. Kári Stefánsson forstjóri er gestur Kastljóss ásamt Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans. Við ræðum við þá um einstaklingsmiðaðar lækninga, hvað felist í þeim, og hvort og þá hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi búið undir þær.

Í október og nóvember breytist húsnæði KFUM og K í hálfgert verkstæði jólasveinsins. Þá er verkefnið Jól í skókassa í hámæli, þar sem sjálfboðaliðar vinna á vöktum við pakka inn jólagjöfum frá almenningi og fyrirtækjum, sem eru svo sendar til fátækra barna í Úkraínu. Verkefnið á tuttugu ára afmæli í ár

Við förum einnig yfir helstu menningarfréttir, eins og alltaf á fimmtudögum.

Frumsýnt

9. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,