Kastljós

Áreitni lögreglumanns, mannfall á Gaza, niðurskurður í rannsóknum

Hátt settur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beitti lögreglukonu áreitni og sýndi ofbeldisfulla hegðun um margra mánaða skeið sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Konan hefur engan stuðning fengið frá embættinu en fagráð ríkislögreglustjóra skoðar viðbrögð embættisins.

Stundum er sagt sannleikurinn fyrsta fórnarlambið í stríði enda vaninn báðar hliðar beiti áróðri til auka málstað sínum fylgis. Hvernig er þessu háttað í átökum Ísraels og Palestínu? Er til mynda hægt treysta upplýsingum um mannfall. Rætt við Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðing.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs mun niðurskurður til samkeppnissjóða vísinda og tækniráðs nema rúmum milljarði króna. Hátt í eitt þúsund vísindamenn á Íslandi hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda falla frá niðurskurðinum. Rætt við Ernu Magnúsdóttur, dósent og stjórnarformann Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.

Húsagagnasmíði hefur í gegnum tíðina þótt mikið karlastarf og karlmenn í miklum meirihluta í stéttinni. En tímarnir breytast og mennirnir með. Kastljós hitti Auði Björnsdóttur sem er svo sannarlega gera það gott í faginu.

Frumsýnt

12. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,