• 00:00:53Mygla á Hlíð
  • 00:08:40Eftirmál Skeggja
  • 00:19:34Silfurljómi í Súðavík

Kastljós

Mygla í Hlíð, eftirmál Skeggja, Svikull silfurljómi

Mygla á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur haft víðtæk áhrif á starfsfólk, íbúa og gesti. Deilur um kostnað milli ríkisins og Akureyrjarbæjar virðast hafa dregið viðgerðir á langinn. Kastljós leit við á Hlíð og ræddi við starfsfólk og íbúa.

Útvarpsþættirnir Skeggi eftir Þorsteinn J. vöktu óskipta athygli þegar þeir voru á dagskrá Rásar 1 í haust. Þar var flett ofan af kynferðisbrotum Skegga Ásbjarnarsonar kennara gagnvart nemendum í Laugarnesskóla en þau stóðu áratugum saman, alveg fram á þann áttunda. Í þáttunum stíga þolendur Skeggja fram og segja sögu sína - sumir hverjir í fyrsta sinn. Í gær var svo síðari sjónvarpsþátturinn af tveimur um málið á dagskrá á RÚV, þar sem sjónum var beint þögninni um málið. Þorsteinn J og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík, ræddu eftirmál þáttanna í Kastljósi.

Samkomuhúsið í Súðavík hefur gegnt margvíslegum hlutverkum gegnum tíðina. Þessa dagana hýsir sýningu á vegum Listasafns ASÍ. Þar sýnir Una Björg Magnúsdóttir sýningu sem nefnist Svikull silfurljómi.

Frumsýnt

3. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,