Kastljós

Þjóðarhöll, 3 ár frá flóði á Flateyri, flóttafólk á Laugarvatni

Í dag var kynnt framkvæmdaáætlun um nýja þjóðarhöll sem rísa á í Laugardalnum í Reykjavík. Áætlað er hún verði 19 þúsund fermetrar stærð og taki ríflega átta þúsund áhorfendur í sæti. Kostnaður við höllina er áætlaður fimmtán milljarðar og hún á vera tilbúin haustið 2025. Er þetta raunhæf áætlun? Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, ræddi um höllina.

Þrjú ár eru liðin frá því snjóflóð féll á Flateyri sem olli stórtjóni og rifjaði líka upp sárar minningar frá flóðinu árið 1995 sem kostaði tuttugu manns lífið. Endurbótum á snjóflóðavörnum var lofað en hver er staðan þremur árum síðar? Kastljós ræddi við Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ um tjónið og fyrirhugaða enduruppbyggingu.

Heimavist íþróttakennarskólans á Laugarvatni fær nýtt hlutverk á næstu vikum þegar þar verða hýstir allt sextíu umsækjendur um alþjóðlega vernd. Fólkið mun dvelja á Laugarvatni í allt sex mánuði, á meðan umsóknir þeirra afgreiðslu í kerfinu, en fólk fær ekki atvinnuleyfi fyrr en umsókn þeirra hefur verið samþykkt. Stefnt er því nýta húsnæðið fyrir konur einar á ferð, pör og litlar fjölskyldur. Rætt við sveitarstjóra Bláskógarbyggðar á Laugarvatni og forstjóra Vinnumálastofnunar.

Frumsýnt

16. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,