• 00:00:02Breytingar á jöfnunarsjóð
  • 00:13:44Hafnarhaus - suðupottur skapandi greina
  • 00:20:03Akureyringar dansa salsa

Kastljós

Breytingar á Jöfnunarsjóði, skapandi greinar í Hafnarhúsi og salsa

Fyrirhugaðar breytingar á úthlutunarreglum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem innviðaráðherra hefur kynnt og vakið hafa misjafnar undirtektir. Mest er óánægjan hjá fámennum sveitarfélögum annars vegar, sem sum segja verið þvinga þau til sameiningar - og hins vegar fjölmennum sveitarfélögum sem eru ekki með útsvarsprósentu í botni. Við ræddum við Ástu Stefánsdóttir, sveitastjóra Bláskógabyggðar, sem missir nær allt framlag úr sjóðnum, og Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, sem átti sæti í starfshópi ráðherra.

Hvað gerist þegar 165 listamenn og fólk úr skapandi greinum fær úthlutað ódýru vinnurými? Útkoman er eitthvað eins og Hafnarhaus, nýrr vettvangur sem var opnaður í Hafnarhúsinu í fyrra og hefur reynst menningarlegur suðupottur.

Kona, sem hafði meðal annars búið í Argentínu og kynnst menningunni þar, fannst vanta smá salsa í Akureyringa og tók málin í sínar hendur. Viðtökurnar hafa ekki staðið á sér og fjölmargir Akureyringar komnir út úr skápnum sem salsadansarar.

Frumsýnt

11. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,