Kastljós

íslenskir gervifætur í Úkraínu, Borgarstjóri Lviv, Útskrift í LHÍ

Ein afleiðinga stríðsins í Úkraínu er margir hafa misst útlimi en á stærsta spítala landsins í borginni Lviv er þessum hópi einmitt sinnt. Stoðtækjaframleiðandinn Össur tekur þátt í verkefni sem gengur bæði út á útvega gervilimi og þjálfa fólk til sinna þessum hópi í Úkraínu.

Fyrir innrás voru íbúar í Lviv um 800 þúsund talsins. Síðan þá hefur straumur flóttamanna legið til borgarinnar. Á tímabili voru tvær milljónir flóttamanna í borginni á hverjum degi ? en eru þar um 180 þúsund flóttamenn. Kastljós spurði Andriy Sadovyi, borgarstjóra í Lviv, hverjar helstu áskoranirnar væru.

Borgarstjórar Lviv og Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um gerast systraborgir. Samstarfið gagnast báðum borgunum en Dagur B Eggertsson skoðaði meðal annars gámabyggð fyrir flóttafólk sem gæti nýst við móttöku flóttafólks hér á landi.

Primaloft-herðaslá, griðarstaður fyrir hinsegin manneskjur og dansandi textíll eru meðal útskriftarverkefna nemenda við Listaháskóla Íslands. Þau eru til sýnis víða um Reykjavík, Guðrún Sóley kynnti sér málið.

Frumsýnt

24. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,