Kastljós

Verkföll BSRB, meindýraeyðafjölskylda, Sigga Soffía

Verkföll BSRB halda áfram í þessari viku og til fleiri sveitarfélaga en áður. Enn virðist bera nokkuð á milli deiluaðila, einkum krafa BSRB um launahækkanir verði afturvirkar til 1. janúar. Rætt við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB.

Reglulega fáum við fréttir af meindýrum sem skjóta upp kollinum fólki til lítillar gleði. Rottur, mýs, köngulær, veggjalús og ýmiss önnur kvikindi eru þó hugarefni meindýraeyðafjölskyldu þar sem hver hefur sitt sérsvið eins og Kastljós komst þegar rætt var við þau um meindýr, heimspeki og lífið sjálft.

Til hamingju með vera mannleg nefnist ljóðabók og danssýning sem sýnd hefur verið á stóra sviði Þjóðleikhússins undanfarið. Þar gerir Sigríður Soffía Níelsdóttir upp krabbameinsmeðferð sem hún gekk í gegnum fyrir nokkrum árum og sneri lífi hennar á hvolf. Bergsteinn ræddi við Sigríði Soffíu.

Frumsýnt

22. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,