Kastljós

Snjóleysi í skíðaviku, Afturelding, list í Grasagarði og súkkulaðigerð

Setning Skíðavikunnar í Ísafirði hefst með sprettgöngu í Hafnarstræti. Nokkrum klukkustundum fyrir setningu minnir fátt þó á skíðaiðkun enda hefur rigning síðustu daga hreinsað burtu allan snjó. Þá eru góð ráð dýr, eins og Kastljós komst að.

Handboltakempa af gamla skólanum mætir kjarnakonum úr þeim nýja í sjónvarpsþáttunum Afturelding, sem hefja göngu sína á RÚV um páskana. Höfundar handrits eru þeir Halldór Laxness Halldórsson - Dóri DNA ? og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, sem jafnframt leikstýrir, en Ingvar E Sigurðsson og Svandís Dóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk. Kastljós skyggndist tjaldabaki.

Sýningin Epiphytes var opnuð í Grasagarðinum í vikunni, en hún er samstarfsverkefni garðsins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands. Þar sýna 11 listamenn verk sem eru sérstaklega sköpuð fyrir rýmið, bæði innan dyra og utan. Þar sjá skúlptúra, vefnað, blóm úr leir og vídjóverk sem tekið er ofan í gullfiskalaug garðsins.  Við kynntum okkur sýninguna.

Páskadagur eftir aðeins örfáa daga og þótt flest kaupi páskaegg út í búð er hægt búa þau til sjálf. Reynir Grétarsson, vert Kaffi lyst á Akureyri hefur sérhæft sig í súkkulaðigerð og kenndi réttu handtökin við páskaeggjagerð.

Frumsýnt

5. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,