• 00:01:01Vestmanneyingar í Grindavík
  • 00:13:33Óvissan er verst
  • 00:20:0860 ár frá Surtseyjargosi

Kastljós

Yfirgefur heimilið í annað sinn, flúði með 1 árs son, Surtsey 60 ára

Fyrir hálfri öld þurftu íbúar Vestmannaeyja flýja heimili sín þegar það byrjaði gjósa í Heimaey. Mörg settust upp á landi, þar á meðal í Grindavík. Um helgina upplifðu þau í annað sinn á ævinni þurfa yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss, þar á meðal Kjartan Friðrik Adólfsson, aðalbókari hjá Grindavíkurbæ. Hann var gestur Kastljóss ásamt Þorsteini Gunnarssyni, borgarritara, sem fór líka upp á land í Eyjagosinu og bjó lengi í Grindavík.

Sigurbjörg Vignisdóttir er ein þeirra Grindvíkinga sem flýja þurfti heimili sitt en hún er uppalin í bænum og stór hluti fjölskyldu hennar býr þar. Hún auglýsti eftir íbúð á Facebook og fékk íbúð fyrir sig og 1 árs son sinn. Við ræddum við Sigurbjörgu fyrr í dag.

Það eru ekki einungis fimmtíu ár frá gosinu í Heimaey heldur eru 60 ár liðin frá Surtseyjargosinu. Á hverju sumri fara vísindamenn út í eynna til fylgjast með þróun hennar og breytingum á náttúru og dýralífi. Heimildarmynd um leiðangurinn verður sýnd á RÚV í kvöld. Við ræddum við leiðangursstjórann um starf vísindamanna í eynni.

Frumsýnt

14. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,