Kastljós

Snjóflóð á Austfjörðum, skaðaminnkun og Visitors

Tíu slösuðust en sem betur fer ekki alvarlega þegar snjóflóð féllu á íbúðarhús í Neskaupstað. Á annað hundrað húsa voru rýmd, auk fleiri húsa á Eskifirði og Seyðisfirði. Kastljós ræddi við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra í Fjarðarbyggð, og Hildi Þórisdóttur, sveitastjórnarfulltrúa á Seyðisfirði en þar féll flóð á mannlaust hús.

Skaðaminnkun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Margt hefur breyst í þeirri nálgun sem notuð er þegar kemur fólki sem gímir við vímuefnafíkn. En út á hvað ganga slík úrræði? Kastljós ræddi við Svölu Jóhannesdóttur sem er ein þeirra sem kom því innleiða hugmyndafræðina hér á landi.

Metaðsókn hefur verið á Visitors, sýningu Ragnars Kjartanssonar í Listasafninu á Akureyri. Við litum inn á sýninguna.

Frumsýnt

27. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,