Kastljós

Fátækt og klósetthreinsir

Einstæð tveggja barna móðir segir það veruleika fátæks fólks þurfa neita sér um nánast allt. Talsmaður fólks í fátækt segir áföll í lífinu langoftast ástæða langvarandi fátæktar. Við ræðum við þær Ástu Þórdísi Skjalddal og Hildi Oddsdóttur um aukna fátækt í samfélaginu.

Um fjörtíu prósent þeirra sem leita til umboðsmanns skuldara eru öryrkjar. Við ræðum við Ástu Sigrúnu Helgadóttur, umboðsmann skuldara og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formannn Öryrkjabandalagsins um stöðu verst stadda hópsins.

Hið upphafna og hið hversdagslega koma saman á sýningunni Hreinsunaraðferðir í Safnaðarheimilinu í Neskirkju. Þar hefur Arnar Ásgeirsson tekið klassískar höggmyndir og breytt þeim í brúsa sem eru fylltir af allskonar hreinsunarvökva.

Frumsýnt

28. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,