Kastljós

Mál séra Friðriks, Þarf alltaf að vera grín, Menningarfréttir

Séra Friðrik Friðriksson var frumkvöðull í æskulýðsstarfi, stofnaði ma.a. KFUM-og K og íþróttafélögin Val og Hauka. Í nýrri bók eftir Guðmund Magnússson sagnfræðing kemur fram frásögn manns sem segir séra Friðrik hafa brotið á sér kynferðislega. Hvernig gerum við upp svona mál, 60-70 árum eftir það gerist? Við ræðum við Bjarna Karlsson prest og Drífu Snædal, talskonu Stígamóta.

Þarf alltaf vera grín? er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins - og ekki bara streymisveitum heldur í raunheimum líka. Fyrr á árinu seldust sæti á sýningu þeirra í Eldborg upp á hálftíma. er röðin komin Hofi á Akureyri. Við kynntum okkur þríeykið á bakvið hlaðvarpið.

Það gætir ýmissa grasa í Menningarfréttum vikunnar. Við lítum á sýninguna Sögur af hvítabirni í Gallerí Fold, kynnum okkur kvikmyndahátíð á Akureyri, Útvarpsleikritið Víkingar og hvað er í boði fyrir börn í Vetrarfríi.

Frumsýnt

26. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,