• 00:01:07Brot séra Friðriks
  • 00:09:43Heilsa Íslendinga
  • 00:13:59Sigurvegari jólalagakeppni Rásar 2

Kastljós

Biðja þolendur afsökunar, heilsa Íslendinga, Addison Villa

KFUM- og K sendi frá sér yfirlýsingu um fram væru komnir vitnisburðir, sem væru hafnir yfir skynsamlegan vafa, um séra Friðrik Friðriksson, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. Þolendur séra Friðriks eru beðnir einlæglega afsökunar. Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM- og K, og Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, sem ræddi við þolendur og aðstandendur þeirra, voru gestir Kastljóss.

Íslendingar reykja minnst Evrópuþjóða og eru meðal þeirra langlífustu. Tíðni krabbameins er lægra hér en meðaltali í Evrópu og íslenskir eldri borgarar glíma síður við langvarandi sjúkdóma. Við hreyfum okkur meira en erum allt of feit og drekkum of mikið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um heilsu þjóða. Við ræddum við Davíð O. Arnar hjartalækni.

Tónlistarmaðurinn Addison Villa sigraði í jólalakeppni Rásar tvö á dögunum og steig í kjölfarið á svið í Laugardalshöll með Jólagestum Björgvins Halldórssonar. Kastljós hitti Addison Villa sem hafði fyrir kvöldið stóra aldrei stígið á svið.

Frumsýnt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,