Kastljós

Tilboðsdagar, íþróttir og pólitík, menningarfréttir,

Hvað þurfa neytendur hafa í huga á tilboðsdögunum sem standa yfir? Við ræddum við formann Neytendasamtakanna.

Eru íþróttir og pólitík samtvinnuð fyrirbæri eða er hægt aðskilja þetta tvennt? Rætt við Viðar Halldórsson félagsfræðing um siðferðislegar spurningur tengdar íþróttum og umdeildum fyrirtækjum í kjölfar umræðu um samning HSÍ og Arnarlax.

Á fundi í sjónvarpssal fyrir 50 árum fengu Eyjamenn tækifæri til spyrja ráðamenn spjörunum úr. Spurningarnar eru margar þær sömu og Grindvikingar hafa í dag. Kastljós rifjaði upp þáttinn.

Í menningarfréttum kenndi ýmissa grasa. Jólatónleikaflóðið var skoðað, rætt var við ballerínu sem sýnir Hnetubrjótinn og kvikmynd um Beyoncé var krufinn svo eitthvað nefnt.

Frumsýnt

23. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,