• 00:01:17Knattspyrnukonur krefjast jafnréttis
  • 00:13:44Áform Alvotech í uppnámi
  • 00:21:17Ritaðar myndir Jóhanns

Kastljós

Knattspyrna og jafnrétti, hrun á bréfum í Alvotech,

Leikmenn munu bera fjólublá armbönd í leik meistara meistaranna í knattspyrnu kvenna í kvöld, Valur-Stjarnan, til þess sýna samstöðu í jafnréttisbarátttu. Knattspyrnukonur hafa undanfarna daga gagnrýnt Íslenskan toppfótbolta fyrir það hve hallaði á konur í nýlegri auglýsingu fyrir deildirnar, en ÍTF eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu karla og kvenna. Við ræddum við knattspyrnukonurnar Önnu Þorsteinsdóttur og Írisi Dögg Gunnarsdóttur.

Hlutabréf í íslenska lyfjafyrirtækinu Alvotech hafa fallið um þriðjung frá því á fimmtudag þegar tilkynnt var um lyfjastofnun Bandaríkjanna gæti ekki veitt fyrirtækinu markaðsleyfi svo stöddu fyrir lyfjahliðstæðu gigtarlyfsins Humira. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja kom í Kastljós.

Dularfull skrift, fjöll og leikur með tíma eru höfuðeinkenni myndlistar- og pípulagningamannsins Jóhanns S. Halldórssonar sem sýnir verk sín undir yfirskriftinni Ritaðar myndir. Við ræddum við Jóhann.

Frumsýnt

17. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,