• 00:00:02Vilja endurskoða samgöngusáttmálann
  • 00:10:56Gísli Snær nýr forstöðumaður KMÍ
  • 00:18:33Myndlist í 60 ár í Hveragerði

Kastljós

Endurskoðun samgöngusáttmála, nýr forstöðumaður KMÍ; Hornsteinn

Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu og for­maður um­hverfis- og sam­göngu­nefndar Al­þingis, vilja end­ur­meta sam­göngusátt­mál­ann, þar sem kostnaður við framkvæmdir þegar kominn vel fram úr áætlun. En í hverju er framúrkeyrslan fólgin og hverju vilja þeir breyta? Á gefa afslátt af tvöföldun stofnvega eða borgarlínu? Við tökum stöðuna með Almari Guðmundssyni. bæjarstjóra í Garðabæ, og Þorsteini Hermannssyni, hjá Betri samgöngum.

Gísli Snær Erlingsson hefur verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hver er sýn hans á íslenska kvikmyndagerð, hvað er gott og hverju vill hann breyta? Við ræddum við við Gísla Snæ.

Sýningin Hornsteinn, sem haldinn er í tilefni af 60 ára afmæli Listasafns Árnesinga, mætti kalla hraðnámskeið í íslenskri myndlistarsögu, þar sem þekktasta myndlistarfólk landsins kemur saman og þekur bæði breitt tímabil og alla sali safnsins. Kastljós renndi yfir heiðina og heimsótti Hornstein.

Frumsýnt

21. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,