• 00:00:49Leikskólamál í Reykjavík
  • 00:16:57Gervigreindin á að vera hlutlaus
  • 00:22:43Einar Garibaldi í Glerhúsi

Kastljós

Skortur á leikskólaplássum, áskoranir gervigreindar, Glerhúsið

Skráningar í leikskóla Reykjavíkur hófust í síðustu viku og eru um 500 börn á biðlista eftir plássi. Meirihlutinn í Reykjavík lagði fram viðamikla aðgerðaáætlun í ágúst en lítið hefur gengið stytta biðlistann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, og Ragnheiður Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Kastljósi.

Gervigreindin mun breyta störfum og námi og nauðsynlegt er huga strax því hvernig hún er notuð segir þróunarstjóri Open AI sem þróar forritið Chat GPT sem kom út á íslensku í síðustu viku. Mikið kapp er lagt á gervigreindin hlutlaus en á sama tíma á hún ekki skila haturfullum niðurstöðum. Ekki er komin endanleg lausn á því hvernig það gengur upp til lengdar. Kastljós ræddi við Önnu Makanju.

Glerhúsið er nýtt gallerý sem leynist í bakgarði í miðbænum og rúmar meira en fermetrafjöldinn gefur til kynna. Um helgina opnaði Einar Garibaldi sýningu í Glerhúsinu sem nefnist Vegvísir. Við kíktum í gegnum glerið.

Frumsýnt

20. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,