• 00:01:05Forsmíðuð hús rísa á methraða
  • 00:10:34Vinátta á vinnustöðum mikilvæg
  • 00:18:11Miðilsfundur Gjörningaklúbbsins

Kastljós

Forsmíðuð hús í Grindavík, vinir í vinnunni, miðilsfundur með Ásgrími

Í Grindavík er verið leggja lokahönd á tvær þriggja íbúða raðhúsalengjur en húsin komu fullsmíðuð og innréttuð á steyptum sökkli hingað til lands frá Eistlandi í desember. Hjálmar Vilhjálmsson, eigandi Laufáss sem flytur inn húsin, veðjar á þessi aðferð verði mikilvæg viðbót við byggingamarkaðinn hér á landi, geti aukið framboð og dregið úr vanda á borð við myglu. Kastljós fylgdist með ferlinu.

Þeim sem eiga náinn vin í vinnunni líður betur, eiga í betri tengslum við yfirmenn og upplifa sig í sterkara teymi en aðrir, samkvæmt rannsóknum Gallup. Við ræðum Auðunn Gunnar Eiríksson og Írisi Björg Birgisdóttur, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafa hjá Gallup.

Miðilsfundur með Ásgrími Jónssyni myndlistarmanni er þungamiðja sýningarinnar Skilaboð handan sem Gjörningaklúbburinn opnar í Gallerý Port á laugardag. Kastljós kynnti sér þetta dularfulla mál.

Frumsýnt

2. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,