• 00:00:01Ríkissáttarsemjari um miðlunartillögu
  • 00:08:44Gæðaeftirlit í byggingaiðnaði
  • 00:18:35Anne-Sophie Mutter á Íslandi

Kastljós

Ríkisáttasemjari, gæðaeftirlit í nýbyggingum, Anne-Sophie Mutter

Ríkissáttasemjari kynnti í dag miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér félagar í Eflingu greiði atkvæði um sama samning og önnur stéttarfélög. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lýsir vonbrigðum með tillöguna og formaður Eflingar efast um hún standist lög. Aðalsteinn Leifsson var gestur Kastljóss.

Fréttir af lekum og öðrum göllum í nýbyggingum hafa verið tíðar undanfarin ár. Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur sagði á málþingi í vikunni og í Kastljósi fúsk á öllum stigum byggingariðnaðarins valdi miklu fjárhagslegu- og heilsufarslegu tjóni á hverju ári. Hann segir eftirlit við byggingareglugerð ábótavant og rannsaka verði hvort byggingarefni sem flæði inn á markaðinn henti ábyggilega íslenskum aðstæðum. En hvernig er gæðaeftirlitinu háttað, bæði við framkvæmdir og byggingarefni. Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, og Þórunn Sigurðardóttir byggingaverkfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fóru yfir málið.

Hin þýska Anne-Sophie Mutter er einn þekktasti fiðluleikari heims , margverðlaunuð og hefur komið fram í öllum helstu tónleikahúsum heims undanfarna áratugi. Hún kemur fram á einum tónleikum í Eldborg á föstudag ásamt sveit sinni, The Mutter Virtuousi, og leikur þar bæði klassísk og verk. Kastljós hitti Mutter á æfingu.

Frumsýnt

26. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,