• 00:01:02Á að takmarka Airbnb?
  • 00:11:01Rauða serían kveður eftir 38 ár
  • 00:16:34Menningarfréttir

Kastljós

Húsnæði í skammtímaleigu, Rauða serían, Menningarfréttir

Formenn Leigendasamtakanna og VR gagnrýna skammtímaleigu á húsnæði og segja það hafa eyðileggjandi áhrif á húsnæðismarkaðinn. Í vikunni var sagt frá fjölbýlishúsi í Bríetartúni þar sem 2/3 íbúðanna eru í eigu félags sem leigir þær ferðamönnum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir forsendubrest hafa orðið árið 2018 þegar kvöðum um gististarfsemi í atvinnurekstri var aflétt í reglugerð. Hún ræddi stöðuna ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Ástar- og spennusögur sem komið hafa út undir merkjum Rauðu seríunnar hafa sungið sitt síðasta, því hjónin sem hafa gefið bækurnar út hartnær 40 ár eru komin á aldur og ætla segja þetta gott. Kastljós hitti hjónin þar sem þau voru dreifa bókum í hillur verslana í síðasta sinn.

Menningarfréttir voru á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum. Meðal annars var fjallað um nýja bók um verk Eggerts Péturssonar.

Frumsýnt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,