Kastljós

Skaðlegt netefni, mannabein í Faxaskjóli, mömmuskömm, menningarfréttir

Í kjölfar sýruárásar á ung börn í grunnskóla í Reykjavík hafa spurningar vaknað um það hvar börn sjá svona efni og hvers vegna þau herma eftir því. Kastljós ræddi við Bjarna Kristbjörnsson, plötusnúð, um aðgengi ungs fólks skaðlegu efni á netinu.

Fyrir tæpum fimmtíu árum fundu börn í Vesturbænum mannabein en ekki er vitað hver hinn látni var. Rætt við þrjá menn sem fundu beinin og blaðamann sem fékk málið á heilann fyrir nokkrum árum.

Hafa viðhorf og kröfur samfélagsins til mæðra breyst á síðustu árum og finna þær frekar til sektarkenndar. Hugtakið mömmuskömm hefur verið notað um þá tilfinningu mæðra þær standi ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Mömmuskömm verður viðfangsefni Torgsins, nýs þáttar á RÚV sem hefur göngu sína næsta mánudagskvöld.

Menningarfréttir voru á sínum stað en þar var meðal annars fjallað um heimildamyndina Heimaleikurinn, leiksýninguna Teprurnar og listahátíðina Sequences.

Frumsýnt

19. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,